Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Magnússon

(7. febr. 1866–27. dec. 1924)

Kennari o. fl.

Foreldrar: Magnús Stefánsson í Nesjum á Miðnesi og Elín Ormsdóttir í Nýlendu á Miðnesi, Ólafssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1883, stúdent 1889, með 2. einkunn (73 st.). próf úr prestaskóla 1891, með 1. einkunn (43 st.). Stundaði síðan kennslu, veræzlunar- og leikarastörf í Rv. (var þó 1 ár bókhaldari í Vík í Mýrdal). Fór til Vesturheims 1900 og var þar til 1919 við ýmis störf. Kom til landsins aftur það ár, átti síðan heima í Rv. til æviloka og sinnti kennslu.

Kona (22. sept. 1894): Gróa Helgadóttir kaupmanns og tónskálds í Rv., Helgasonar, og slitu þau samvistir 1900. Dætur þeirra: Sigríður átti Adolf kennara Guðmundsson, Guðrún átti danskan mann, Iðunn Elín (BjM. Guðfr.; Morgunblaðið 1924; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.