Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Magnússon

(26.mars 1866–17. sept. 1940)

Læknir.

Foreldrar: Magnús trésmiður Árnason í Rv. og kona hans Vigdís Ólafsdóttir prests í Viðvík, Þorvaldssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1881, stúdent 1887, með 2. eink. (63 st.), próf úr læknaskóla 24. júní 1891, með 2. eink. (94 st.). Var í spítölum í Kh. 1891–2. Settur 13. júní 1893 aukalæknir í 5. aukalæknishéraði, átti lengstum heima á Þingeyri, varð 7. júlí 1899 héraðslæknir í Patreksfjarðarhéraði, fekk lausn 6. apr. 1923 (frá 1. júní), stundaði lækningar í Rv. 1923–4, einkum tannlækningar (enda hafði hann verið í spítölum í Danmörku 1914–15 og 1922 og einkum lagt stund á tannlækningar), síðan í Seyðisfirði til 1928, var þá (1. júní) ráðinn læknir í Ólafsfirði, settur héraðslæknir þar 29. dec. 1932 (frá 1. jan. 1933) til 1. júlí 1933. Fluttist þá til Rv., varð 1. ág. s.á. læknir í elliheimilinu Grund. Hafði fengið sveinsbréf í trésmíðum 26. ág. 1887.

Ritg. í Læknabl.

Kona (4. júní 1893): Helga Esther (f. 5. apr. 1867, d. 2. nóv. 1935), dóttir L. H. Jensens veitingamanns á Akureyri.

Börn þeirra, er upp komust: Lára átti danskan lækni (Götzsche) í Ringsted, Magnús kennari í Rv., Sverrir forstj. í Rv. (Skýrslur; Lækn.; Ostl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.