Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Magnússon

(24. nóv. 1869 – 20. júlí 1945)

. Læknir.

Foreldrar: Síra Magnús (d. 19. mars 1901, 72 ára) Jónsson prestur á Skorrastað í Norðfirði, síðar í Laufási, og kona hans Vilborg (d. 8. maí 1916, 86 ára) Sigurðardóttir á Hóli í Kelduhverti, Þorsteinssonar.

Stúdent í Rv. 1893 með 1. eink. (85 st.). Lauk prófi í læknisfræði við háskólann í Kh. í júní 1901 með 2. eink. betri (131) st.). Settur kennari við læknaskólann í Rv. 1901–02 (í forföllum annars kennara). Var á sjúkrahúsum í Danmörku 1903 – 07; starfandi læknir í Rv. 1907–10, en var þó ytra á því tímabili (1909–10) til þess að kynna sér berklalækningar; fór og oft utan síðar sömu erinda.

Skipaður yfirlæknir á Vífilsstaðahæli 1. sept. 1910. Viðurkenndur sérfræðingur í berklalækningum. Veitt lausn frá embætti 24. sept. 1938 frá 1. jan. 1939 að telja. Fluttist þá til Rv. og átti þar heima til æviloka. Skipaður í milliþinganefnd um berklavarnir 30. okt. 1919; prófdómari við læknapróf 1908–23; félagi í Vísindafélagi Íslendinga 27. febr. 1931; heiðursfélagi Samb. ísl. berklasjúklinga 11. maí 1941. Prófessor að nafnbót 31. maí 1927; stórriddari af fálk., 1938. Ritstörf: Ritaði mjög mikið varðandi sérgrein sína og starf sitt og vísast um það til Lækn. Um annað efni ber að nefna: Hreiðar heimski. Söguljóð, Rv. 1943; Þættir um líf og leiðir, Rv.1943.

Kona (2.ág.1913): Sigríður (f. 5. júní 1892) Jónsdóttir prests í Otradal, Árnasonar. Börn þeirra voru: Magnús mælingamaður, Páll verkfræðingur, Margrét átti Einar Guðjónsson, Jóhanna (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.