Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Magnússon

(2. dec. 1827–14. apr. 1904)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Magnús alþm. Andrésson í Syðra Langholti og kona hans Katrín Eiríksdóttir hreppstjóra að Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar. Setti bú að Kóksvatni 1855 og bjó þar til 1900, fluttist þá að Skálholti, til dóttur sinnar. Hreppstjóri í Hrunamannahreppi 1859–79 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum þar. Búmaður góður og vel metinn.

Kona (27. dec. 1855): Kristrún Jónsdóttir hreppstjóra og dbrm. að Kóksvatni, Einarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Haraldur á Hrafnkelsstöðum, Magnús í Austurhlíð, Sigríður átti Skúla lækni Árnason, Katrín átti fyrr Eyvind Hjartarson á Bóli, síðar Egil Þórðarson á Kjóastöðum, Steinunn óg., Kristín átti Jónas Jónsson í Grjótheimi í Rv. (Sunnanfari X; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.