Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Magnússon

(1733–29. sept. 1816)

Prestur.

Foreldrar: Síra Magnús Sveinsson í Stóra Dal undir Eyjafjöllum og kona hans Þórunn Björnsdóttir lögréttumanns, Þorleifssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1752, stúdent 19. apr. 1758, var síðan 8 ár djákn í Odda, vígðist 5. okt. 1766 aðstoðarprestur síra Halldórs Brynjólfssonar í Hraungerði, fekk Steinsholt 1772, Miklaholt 4. dec. 1786, lét þar af prestskap 11. júlí 1792, en gegndi þar prestsþjónustu til fardaga 1793, gegndi Breiðavíkurþingum frá því um haustið 1794 til vors 1796, andaðist að Setbergi. Hannes byskup Finnsson telur hann (1786) fyrirmyndarprest að líferni og embættisrekstri.

Kona (um 1767). Karítas (d. 31. júlí 1809, 75 ára) Bjarnadóttir lögréttumanns að Móeiðarhvoli, Þórðarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Magnús í Miklaholti, Bjarni ókv., Elín eldri s. k. síra Björns Þorgrímssonar að Setbergi, Kristín átti fyrr Torfa Guðmundsson í Holti, síðar Árna Þórólfsson á Brimilsvöllum, Guðmundssonar, Elín yngri átti Bjarna Bjarnason að Knerri, Jónssonar; hún hafði áður átt laundóttur, Þórunni, með Ólafi smið Björnssyni að Munaðarhóli (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.