Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Magnússon

(1720–1805?)

Ættfræðingur.

Foreldrar: Magnús Björnsson (eða Bjarnason, Magnússonar prests á Hörgslandi, Péturssonar) og kona hans Guðrún Gizurardóttir að Heinabergi og Holtum á Mýrum í Hornafirði, Þórarinssonar. Bjó í Holtum í Hornafirði, síðar á Hnappavöllum í Öræfum (er þar enn á lífi 1801).

Ættadrög eftir hann eru í Lbs.

Dóttir hans með f. k., sem ekki er nafngreind: Þorgerður átti Einar Erlendsson á Hnappavöllum.

Börn með s.k. (sem ekki er heldur nafngreind): Jón bóndi í Holtum í Hornafirði 1801, og eru þar einnig systkini hans: Sigríður, Guðrún, Magnús (Kirkjubækur; ÓSn. Ættb.; BrSv.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.