Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Lýðsson

(22. okt. 1884–3. júní 1926)

Málflm.

Foreldrar: Lýður Guðmundsson í Ljáskógaseli í Dölum og kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir. Var tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1901, stúdent utanskóla (tók 5. og 6. bekk saman), með 1. eink. (92 st.).

Lauk prófi í lögfræði í háskólanum í Kh. 13. júní 1911, með 1. eink., (170 st.). Sá um tíma 1908 um ritstjórn Þjóðviljans, 1909 (um tíma) Ingólfs og 1911 Ríkis. Var 1916–22 í fjármálaráðuneyti og stundaði málflutning, síðast í Vestmannaeyjum.

Vel gefinn maður. Ókv. og bl. (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.