Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Lynge

(28. maí 1813–25. júní 1881)

Skáld.

Foreldrar: Jóhannes Lárusson Lynge og kona hans Kristín Kristínardóttir (svo í kirkjubók) að Hurðarbaki í Svínadal (Bf.), síðar á Skipaskaga. Var með foreldrum sínum, síðar móður sinni, er hún varð ekkja, til láts hennar (1846). Með konu sinni, Guðrúnu nokkurri Guðrúnardóttur (svo í kirkjubók), er hann kvæntist 1847, var hann bl. Bjó lengstum í Háteig.

Lagði fyrir sig barnakennslu á vetrum, kaupavinnu á sumrum.

Vel gefinn maður og sinnti mjög guðlegum efnum. Eftir hann er ýmislegt í blöðum, grafskriftir o. fl. (JBf. Rith.). Í Lbs. eru eftir hann ritgerðir og kvæði (sjá og Óðin X.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.