Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Kárason

(1705–1727)

Stúdent.

Foreldrar: Kári lögréttumaður Finnsson í Hjarðarholti í Stafholtstungum og kona hans Guðrún Jónsdóttir að Hamraendum, Arnbjarnarsonar, Eftir lát föður síns (1707) eða skömmu síðar var hann tekinn til fósturs af föðurbróður sínum, Steindóri í Krossnesi. Tekinn í Skálholtsskóla 1718, stúdent 1724, fór utan 1725, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 15. jan. 1726 og lagði stund á guðfræði, veiktist af brjóstveiki, varð að fara til Íslands snemma í júní 1727, komst að Krossnesi og andaðist þar s.á., ókv. og bl. Jón byskup Árnason nefnir hann í bréfi 12. jan. 1724 skarpgáfaðan. Í Kh. skrifaði hann ýmislegt upp fyrir Árna Magnússon (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.