Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ketilsson

(1689–1730)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Síra Ketill Eiríksson á Svalbarði og kona hans Kristrún Þorsteinsdóttir prests að Eiðum, Jónssonar. Ólst upp í Sauðanesi, hjá síra Bessa Jónssyni, var síðan í þjónustu Páls lögmanns Vídalíns, lærði í Hólaskóla, stúdent 1712, var síðan í þjónustu Brynjólfs sýslumanns Thorlaciuss að Hlíðarenda, vígðist 9. apríl 1724 aðstoðarprestur síra Þorvalds Stefánssonar að Hofi í Vopnafirði, bjó á Ljótsstöðum, fekk Skeggjastaði 2. mars 1729, en naut þeirra ekki lengi (hefir líklega dáið í dec. næsta ár). Hann var vel skáldmæltur bæði á ísl. og latínu (sjá Lbs.). Rímur eru eftir hann (í Lbs.): Af Ormi Stórólfssyni, af Pantaleon.

Kona: Ingibjörg Jakobsdóttir prests á Kálfafellsstað, Bjarnasonar. Synir þeirra: Jakob skáld og handritaskrifari í Skálanesi í Vopnafirði, Bessi undirbryti í Skálholti (Saga Ísl. VI; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.