Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(– –9. júlí 1624)

Prestur.

Foreldrar: Jón Sigurðsson í Kristnesi og kona hans Guðríður Torfadóttir sýslumanns á Kirkjubóli, Jónssonar. Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 9. dec. 1616, hefir vígzt að Helgafelli 1622, tekið við að fullu í fardögum 1623, drukknaði í Helgafellsvatni. Hans getur Jón lærði Guðmundsson að því að hafa brennt skjöl Helgafellsklausturs.

Kona (5. okt. 1623). Ólöf Jónsdóttir lögmanns á Reynistað, Sigurðssonar. Barn þeirra, borið eftir lát föður síns, dó þegar. Ólöf ekkja hans átti 1625 Jón Arngrímsson prests lærða, og bjuggu þau á Ökrum, en slitu samvistir og voru skilin með dómi 1628. Síðast átti Ólöf (1632) Hallgrím Halldórsson (lögmanns, Ólafssonar) á Víðimýri (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.