Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(– – 1686)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Magnússon að Eyvindarhólum og kona hans Ásdís Bjarnadóttir á Skammbeinsstöðum, Helgasonar. Hann vígðist um 1636–7 aðstoðarprestur föður síns, fekk Eyvindarhóla eftir hann (einhvern tíma á árunum 1653–6).

Kona: Guðríður Eiríksdóttir (sumir segja í Skál, Jónssonar, aðrir að Eyvindarmúla, Eyjólfssonar).

Börn þeirra: Eiríkur, Þórdís átti Einar Hallgrímsson í Kerlingardal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.