Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(um 1734–23. ág. 1799)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Högnason í Hítarnesi og f. k. hans Ingveldur Sigurðardóttir, Jónssonar að Hamraendum í Stafholtstungum, Arnbjörnssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1755, stúdent 7. maí 1759, vígðist 1. nóv. s.á. aðstoðarprestur föður síns, fekk Hítarnes 9. maí 1764, eftir lát hans, og hélt til æviloka, bjó síðara hluta ævinnar á hálfum Ökrum. Missti allt fé sitt í reykjarharðindunum, og var þrotabú eftir hann látinn. Hans var mjög leitað til lækninga, og skáldmæltur var hann (sjá Lbs.). Kvæði pr. í Ísl. gátum o.s.frv. IV.

Kona 1: Guðrún (d. 1763) Vigfúsdóttir lögréttumanns í Hjörsey, Sigurðssonar; þau bl.

Kona 2 (1765) Ingibjörg Sigurðardóttir prests í Flatey, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Guðrún átti síra Tómas Sigurðsson síðast í Holti í Önundarfirði, Þórey átti Gísla stúdent Vigfússon á Ökrum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.