Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(um 1715–2. febr. 1801)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Ólafsson að Kálfatjörn og kona hans Ingibjörg (föðurnafns eigi getið).

Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 20. apr. 1739, vígðist 1. júlí 1742 aðstoðarprestur föður síns, fekk Kálfatjörn við uppgjöf hans, haustið 1745, sagði þar af sér prestskap 17. okt. 1785, frá fardögum 1786, og fluttist þá að Bakka og var þar til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann sæmilegan vitnisburð, en ekki fyrir lærdóm.

Kona (24. júní 1744). Ragnhildur (d. í mars 1793, 77 ára) Högnadóttir lögréttumanns að Laugarvatni, Björnssonar.

Börn þeirra: Högni í Flekkuvík, skólagenginn, en hætti námi vegna áhugaleysis og tornæmis, Halldór á Bakka, ókv. og bl., Ragnhildur átti síra Einar Þorleifsson í Guttormshaga (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.