Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(um 1712–20. júlí 1766)

Prestur.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Þorleifsson á Egilsstöðum á Völlum og kona hans Sesselja Jónsdóttir á Héðinshöfða, Grímssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1727, stúdent 1732, vígðist 10. maí 1736 kirkjupr. að Skálholti, fekk Stafholt 14. jan. 1740 (konungsstaðfesting 22. júní 1742), tók við því 3. júní 1740 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann allgóðan vitnisburð.

Kona (1742). Sigríður (d. 1787, 74 ára) Markúsdóttir prests í Hvammi í Norðurárdal, Eiríkssonar.

Börn þeirra: Síra Markús að Mosfelli í Mosfellssveit, síra Jón aðstoðarprestur í Hítarnesi, Kristín átti Hafliða borgara Helgason í Grundarfirði, Steinunn átti Sigurð Brandsson í Mávahlíð og Stapa, Margrét varð fyrst s.k. síra Jóns Steingrímssonar á Prestbakka, síðan miðkona síra Þórðar Brynjólfssonar að Felli í Mýrdal (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.