Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(um 1635– ? )

Lögréttumaður.

Foreldrar: Jón lögrm. Teitsson að Hofi í Vatnsdal og kona hans Agnes Pétursdóttir í Sigluvík, Magnússonar. Lærði í Hólaskóla, bjó fyrst að Steiná, þá að Ási í Hegranesi og í Kálfárdal, síðast á Bakka í Viðvíkursveit. Er orðinn lögréttumaður í Húnavatnsþingi 1670, en 1673 í Hegranesþingi, löghygginn maður og skynsamur.

Kona: Guðrún (d. 1689) Guðmundsdóttir að Steiná, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Jón á Bakka, Þorlákur að Kolmúla, Pétur að Svínaskála, Teitur í Dilksnesi, Rannveig átti síra Benedikt í Bjarnarnesi Jónsson, Þuríður átti Gísla lögrm. Eiríksson á Höskuldsstöðum í Breiðda, Guðmundur og Ingunn. Laundætur Sigurðar voru Guðrún, sem átti tvær laundætur með Ólafi bryta að Hólum Jónssyni, og Þóra átti Jón Jónsson í Kýrholti.

Eftir lát konu sinnar fluttist hann að Höskuldsstöðum í Breiðdal, er þar 1695 og hefir skrifað þar upp ættartölubók Jóns Gunnlaugssonar. Var síðast í Bjarnarnesi og andaðist þar litlu eftir miklu bólu (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.