Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(um 1633–1717)

Lögréttumaður.

Foreldrar: Jón lögréttum, Steindórsson að Knerri og kona hans Solveig Guðmundsdóttir prests á Staðastað, Einarssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1650, stúdent 1655, setti bú að Knerri 1659, fluttist þaðan 1691 að Saurbæ á Kjalarnesi og var þar til dauðadags, var lögréttumaður í Þórsnesþingi 1679–91.

Kona (1659). Ingibjörg Björnsdóttir í Bæ, Gíslasonar.

Börn þeirra: Guðmundur í Skaftaholti í Staðarsveit, Björn að Stóra Kambi í Breiðavík, Þórður, Guðlaug átti Brynjólf stúdent Ámundason á Kálfárvöllum, Ólöf átti Bjarna Guðmundsson á Selvelli, Guðný s.k. Jóns Guðmundssonar að Hólum í Flóa, Elín átti síra Jón Tómasson á Söndum, Sæunn átti Torfa Þorvarðsson á Beitisstöðum; enn eru 4 nefnd, sem kunna að hafa dáið ung.

Launsonur Sigurðar: Pétur að Einarslóni (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.