Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(um 1590–1661)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Síra Jón skáld Bjarnason að Presthólum og kona hans Ingibjörg Illugadóttir prests að Múla, Guðmundssonar. Hann mun fyrst hafa orðið aðstoðarprestur föður síns, en fekk Presthóla að fullu 1625 og hélt til æviloka. Hann hefir orkt margt. Pr. er eftir hann: Hugvekjusálmar („Þær fimmtíu heilögu meditationes“) af Gerhards hugvekjum, og komu þeir út 20 sinnum (1652–1843). Sálmar (46) af daglegri iðkun guðrækninnar, pr. þrívegis (1743 o. s. frv.); Sálmar af bænum Jósúu Stegmanns (1751, 1772); Sálmar ýmsir í hinum eldri sálmabókum; auk þess sálmar og kvæði í handritum utan lands og innan, og þessar rímur (í Lbs.);: Af krosstré Krists, af hinni sýnamítisku kvinnu.

Kona 1: Steinvör Jónsdóttir, Þórarinssonar. Dætur þeirra: Málmfríður átti Sigurð lögréttumann Hrólfsson á Heiði, Ingibjörg átti síra Þorvald Jónsson að Presthólum.

Kona 2: Þórunn Jónsdóttir á Draflastöðum, Jónssonar; ekki er getið barna þeirra.

Kona 3: Guðrún Pétursdóttir á Víðivöllum, Gunnarssonar, ekkja Ólafs Markússonar í Gilhaga; þau bl. (HÞ.; Saga Ísl. V; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.