Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(6. des. 1802–13. febr. 1860)

Skáld. F. á Melstað.

Foreldrar: Magnús Jónsson og Ragnhildur Sigurðardóttir. Kallaði sig Jónsson.

Bjó að Reykjum í Hrútafirði og víðar, bjó síðast og lengst að Stóru Hvalsá. Í Lbs. eru m. a. varðveitt eftir hann rímur af Jökli Búasyni, af Ormari Framarssyni, af Parmes loðinbirni, af Viktor og Bláus.

Kona 1 (1837): Valgerður Jónsdóttir, ekkja síra Jón Jónssonar á Prestbakka (hún andaðist að tvíburafæðingu með honum). Þeirra dóttir: Þorbjörg.

Kona 2: Sigríður Jónsdóttir.

Sonur þeirra: Pétur á Fossi (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.