Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(6, maí 1872–17. júní 1936)

Skólastjóri.

Foreldrar: Jón Árnason í Lækjarkoti í Mosfellssveit og kona hans Sigríður Gísladóttir, Gíslasonar. Lauk kennaraprófi í Johnstrups Seminarium í Kh.

Varð kennari í barnaskóla Rv. 1898, skólastjóri þar 1923 og síðan. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Sinnti mjög kennsluog bindindismálum. Ritstjóri Kennarablaðs 1899–1900, Goodtemplars 1901–3.

Kona 1 (1898): Anna Magnúsdóttir dbrm. að Dysjum á Álptanesi, Brynjólfssonar.

Börn þeirra: Steinþór mag. scient., adjunkt í menntask. í Rv., Guðrún.

Kona 2: Rósa Tryggvadóttir á Jórunnarstöðum í Eyjafirði, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Hróar, Tryggvi, Konráð (Br7.; Óðinn XXVIII; Menntamál, 9. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.