Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Jónsson
(5. sept. 1762–23. okt. 1789)
Prestur.
Foreldrar: Jón byskup Teitsson og kona hans Margrét Finnsdóttir byskups, Jónssonar, F. í Gaulverjabæ. Var í Hólaskóla 1780, stúdent 15. maí 1784, talinn heldur treggáfaður í vitnisburðinum, dvaldist hjá móður sinni til 1786, var síðan hjá systur sinni í Reykholti, vígðist 19. okt. 1788 aðstoðarprestur síra Jóns Steingrímssonar á Prestbakka, drukknaði í Geirlandsá, ókv. og bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.). á Sigurður Jónsson (8. mars 1771–8. júní 1848).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Sigurðsson í Garði og f.k. hans Guðrún Jónsdóttir stúdents á Eyrarlandi, Björnssonar. Tekinn í Hólaskóla 1787, stúdent 22. maí 1794, var síðan heima, vígðist 16. maí 1796 aðstoðarprestur síra Magnúsar Jónssonar í Saurbæ í Eyjafirði, móðurbróður síns, fekk Saurbæ 8. júní 1801, við uppgjöf síra Magnúsar. Var sektaður 1813 um 50 rd. fyrir 2 beinakerlingarvísur um síra Jón Jónsson að Möðrufelli.
Síðar varð nokkur ágreiningur með honum og nokkurum sóknarmönnum hans, og því fekk hann 23. ág. 1822 Goðdali, í skiptum við síra Einar Thorlacius, sagði þar af sér prestskap 1838, fluttist þá að Staðastað, til síra Péturs, síðar byskups (hafði arfleitt fyrri konu hans að mestum hluta eigna sinna), gegndi þar prestsverkum og hafði búsforráð á Staðastað á 4. ár, meðan síra Pétur var utanlands og þangað til hann kvæntist í annað sinn (1838–42), en er síra Pétur fluttist til Rv., fór síra Sigurður að Rauðkollsstöðum og andaðist þar skömmu síðar s. á. Var vel efnaður maður og reglubundinn, en lélegur ræðumaður og nokkuð óprestlegur í látbragði. Eftir hann er pr. útfm. Önnu Sigríðar Aradóttur, Kh. 1840.
Kona (12. ág. 1796): Elín (f. 1778, d. 11. ág. 1859) Magnúsdóttir prests í Saurbæ í Eyjafirði, Jónssonar (þau systkinabörn).
Sonur þeirra: Síra Magnús að Reynistaðarklaustri (Vitæ ord.; Útfm., Rv. 1849; HpÞ.; SGrBf).
Prestur.
Foreldrar: Jón byskup Teitsson og kona hans Margrét Finnsdóttir byskups, Jónssonar, F. í Gaulverjabæ. Var í Hólaskóla 1780, stúdent 15. maí 1784, talinn heldur treggáfaður í vitnisburðinum, dvaldist hjá móður sinni til 1786, var síðan hjá systur sinni í Reykholti, vígðist 19. okt. 1788 aðstoðarprestur síra Jóns Steingrímssonar á Prestbakka, drukknaði í Geirlandsá, ókv. og bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.). á Sigurður Jónsson (8. mars 1771–8. júní 1848).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Sigurðsson í Garði og f.k. hans Guðrún Jónsdóttir stúdents á Eyrarlandi, Björnssonar. Tekinn í Hólaskóla 1787, stúdent 22. maí 1794, var síðan heima, vígðist 16. maí 1796 aðstoðarprestur síra Magnúsar Jónssonar í Saurbæ í Eyjafirði, móðurbróður síns, fekk Saurbæ 8. júní 1801, við uppgjöf síra Magnúsar. Var sektaður 1813 um 50 rd. fyrir 2 beinakerlingarvísur um síra Jón Jónsson að Möðrufelli.
Síðar varð nokkur ágreiningur með honum og nokkurum sóknarmönnum hans, og því fekk hann 23. ág. 1822 Goðdali, í skiptum við síra Einar Thorlacius, sagði þar af sér prestskap 1838, fluttist þá að Staðastað, til síra Péturs, síðar byskups (hafði arfleitt fyrri konu hans að mestum hluta eigna sinna), gegndi þar prestsverkum og hafði búsforráð á Staðastað á 4. ár, meðan síra Pétur var utanlands og þangað til hann kvæntist í annað sinn (1838–42), en er síra Pétur fluttist til Rv., fór síra Sigurður að Rauðkollsstöðum og andaðist þar skömmu síðar s. á. Var vel efnaður maður og reglubundinn, en lélegur ræðumaður og nokkuð óprestlegur í látbragði. Eftir hann er pr. útfm. Önnu Sigríðar Aradóttur, Kh. 1840.
Kona (12. ág. 1796): Elín (f. 1778, d. 11. ág. 1859) Magnúsdóttir prests í Saurbæ í Eyjafirði, Jónssonar (þau systkinabörn).
Sonur þeirra: Síra Magnús að Reynistaðarklaustri (Vitæ ord.; Útfm., Rv. 1849; HpÞ.; SGrBf).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.