Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(31. janúar 1839–20. apríl 1909)

Fangavörður,

Foreldrar: Jón ritstjóri Guðmundsson og kona hans Hólmfríður Þorvaldsdóttir prests og skálds, Böðvarssonar.

Nam beykisiðn í æsku og stundaði síðan (í hjáverkum). Varð fangavörður í Rv. 1874–1907.

Var mjög áhugasamur bindindismaður, taflmaður ágætur og sundmaður, dyggur maður í starfi, mjög vel látinn.

Kona 1: Þuríður Guðmundsdóttir. Dóttir þeirra: Hólmfríður átti Marías verzlm. Jónsson í Ísafirði.

Kona 2: Marie Katrine Nissen (frá Suður-Jótlandi) (d. 1. sept. 1920).

Börn þeirra, sem upp komust: Ágúst Kristján prent-. smiðjustjóri í Rv., Þuríður (óg.) stýrði barnaheimili í Rv., Jón verzlunarstj. í Rv., Kristín átti Helga veræzlunarstj. Helgason í Rv., Haraldur stúdent og forstj. elliheimilisins í Rv., Amalía Alexía átti Sigurð bókhaldara í Rv. Þorsteinsson (yfirfiskimatsmanns, Guðmundssonar), María átti Vigfús klæðskera Guðbrandsson í Rv., Þorvaldur húsgagnasmiður og veggfóðrari í Rv. Laundóttir Sigurðar: Sigríður stýrði veitingastofunni „Skjaldbreið“ í Rv., átti L. Bruun, danskan bakara í Rv. (Óðinn XX; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.