Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(3. sept. 1853–30. nóv. 1940)

Bóndi.

Foreldrar: Jón Arnórsson í Litla Vatnsskarði og kona hans Guðrún Jónsdóttir að Hóli í Sæmundarhlíð, Daníelssonar.

Bjó lengstum (frá 1889) að Litlu Seylu og nefndi Brautarholt. Búmaður góður og bætti prýðilega jörð sína, efnamaður og mjög gestrisinn. Oddviti í Seyluhreppi yfir 20 ár.

Kona (1878): Jóhanna Steinsdóttir hreppstjóra í Stóru Gröf, Vigfússonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurður í Brautarholti, Sigríður átti Halldór Jónsson Borgfirðing. Launsonur Sigurðar: Jóhann á Langamýri í Hólmi (Óðinn XIII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.