Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(28. janúar 1852–16. janúar 1926)

Bóndi, ráðherra.

Foreldrar: Jón Árnason á Skútustöðum og kona hans Þuríður Helgadóttir sst., Ásmundssonar. Fyrirvinna fóstru sinnar að Yzta Felli í Kinn 1866–89, bjó þar 1889–1917, stundaði jafnframt kennslu og hélt uppi unglingaskóla. Ferðaðist um og flutti erindi um samvinnumál 1911–15. Var atvinnumálaráðherra 4. jan. 1917–25. febr. 1920.

Átti síðan heima að Yzta Felli til æviloka. Eftir hann er pr. Dýrtíðarmál (úr Morgunblaðinu), Rv. 1917. Var ritstjóri Tímarits kaupfélaga og samvinnufélaga 1907–16. Landkj. þm. 1916–25.

Kona (6. okt. 1888): Kristbjörg (f. 30. mars 1863, d. í febr. 1938) Marteinsdóttir að Lundarbrekku, Halldórssonar.

Börn þeirra: Jón að Yzta Felli, Guðbjörg átti Jón Pálsson á Stóru Völlum í Bárðardal, Marteinn að Yzta Felli, Hólmfríður átti Stefán Tryggvason á Hallgilsstöðum, Kristín átti Hallgrím verzlm. Sigtryggsson í Rv., síra Þormóður á Stað í Kinn, býr að Vatnsenda (Samvinnan 1927; Óðinn XIV; JJ. Reykjahlíðarætt, Rv. 1939).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.