Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(25. ágúst 1878 – 24, febr. 1949)

. Bóndi, skáld. Foreldrar: Jón (d. 20. febr. 1921, 91 árs) Hinriksson skáld í Hólum í Eyjafirði, síðar á Helluvaði í Mývatnssveit, og þriðja kona hans Sigríður (d. 13. júní 1925, 80 ára) Jónsdóttir á Arnarvatni, Jónssonar.

Gagnfræðingur á Möðruvöllum 1899. Bóndi á Arnarvatni í Mývatnssveit frá 1902 til æviloka.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Átti sæti í stjórn Kaupfélags Þingeyinga og síðar varaformaður Samb. ísl. samvinnufélaga. BúnaðarÞingsfulltrúi frá 1938 til æviloka. Ritstörf: Upp til fjalla.

Kvæði, Rv. 1937; Blessuð sértu sveitin mín (kvæði), Rv. 1945.

Kona 1 (19. maí 1902): Málmfríður (d. 15. ág. 1916, 38 ára) Sigurðardóttir á Arnarvatni, Magnússonar. Börn þeirra: Ragna átti Hrein Sigtryggsson á Hallbjarnarstöðum, Heiður átti Sigtrygg útgerðarm. Jónasson á Húsavík, Hulda átti Pál Kristjánsson á Húsavík, Arnljótur á Arnarvatni, Sverrir í Borgarfirði eystra. Kona 2 (7. júlí 1918): Solveig Hólmfríður (f. 17. dec. 1889) Pétursdóttir alþm. á Gautlöndum og ráðherra, Jónssonar. Börn þeirra: Þóra átti Jón Kristjánsson, Arnheiður kennslukona, Jón á Arnarvatni, Málmfríður átti Harald Jónsson á Einarsstöðum (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.