Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(22. júní 1876–30. dec. 1935)

Læknir.

Foreldrar: Jón Stefánsson á Skúmsstöðum á Eyrarbakka og kona hans Sigríður Vigfúsdóttir sst., Helgasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1892, stúdent 1898, með 1. eink. (90 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í jan. 1907, með 2. eink. betri (1475 st.). Var síðan í spítölum í Danmörku, stundaði lækningar í Nörager 1910–11, bæjarlæknir í Sandey í Færeyjum 1911–16, læknir í Manöð 1916–17, aftur 1917–19. Fluttist til Þórshafnar 1919, bæjarlæknir þar 1923–6 og jafnframt læknir í Færð Amts Tuberkulose Hospital.

Átti síðan heima í Kh.

Kona (27. ág. 1907): Kristine Elisabeth (f. 2. apr. 1880), f. Holm (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.