Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(20. janúar 1748–13. ágúst 1786)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Jónsson að Þykkvabæjarklaustri og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir. Lærði fyrst skólanám hjá Jóni eldra, bróður sínum, síðast presti í Holti undir Eyjafjöllum, tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) 1765, stúdent 13. maí 1768, var síðan hjá Jóni, bróður sínum, vígðist 2. maí 1773 aðstoðarprestur síra Daða Guðmundssonar í Reynisþingum, fekk það prestakall 23. nóv. 1779 og hélt til æviloka, bjó á Heiði.

Kona (1778): Sigríður (f. í dec. 1753, d. 1800) Jónsdóttir prests á Prestbakka, Steingrímssonar.

Börn þeirra, sem upp komust): Ragnhildur átti Einar stúdent Högnason í Ytri Skógum, Sigríður fyrsta kona Jóns yngra spítalahaldara á Hörgslandi Jónssonar, síra Sigurður í Guttormshaga (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.