Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(2. maí 1843–23. júní 1926)

Smáskammtalæknir.

Foreldrar: Jón að Hálsi neðra í Kjós Sæmundsson (Guðmundssonar) og kona hans Sesselja Sigurðardóttir hreppstjóra, Ólafssonar (af Kjalarnesi). Bjó lengst í Litla Lambhaga í Skilmannahreppi, 27 ár, gerði þar miklar jarðabætur, enda iðjumaður mikill og kappsamur. Þókti mjög heppinn læknir. Fluttist á efri árum að Lambhúsum á Akranesi.

Andaðist í Rv.

Kona (1872): Margrét Þórðardóttir frá Þerney.

Börn þeirra, er upp komust: Jón á Akranesi, Sigurlín sst., Þóra í Litla Lambhaga (Sunnanfari XIII; Óðinn XXII; o. fl.) Sigurður Jónsson (13. júní 1848–4. febr. 1921).

Bóndi.

Foreldrar: Síra Jón Hallsson í Glaumbæ og kona hans Jóhanna Hallsdóttir. Var vestan hafs 1874–83, en fyrir og eftir að mestu með foreldrum sínum.

Bjó á Reynistað frá 1887 og síðan. Búhöldur mikill og framfaramaður, enda varð hann með efnuðustu mönnum um Skagafjörð og þó hjálpsamur þeim, er nauðir bar að höndum, en hafði sig lítt í frammi út á við.

Kona (1887): Sigríður Jónsdóttir í Djúpadal, Jónssonar, og hafði hún um hríð verið kennari í kvennaskólanum í Ytri Ey.

Sonur þeirra: Jón alþm. á Reynistað (Óðinn XVIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.