Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(2. janúar 1777 [1776, Vita] – 31. október 1855)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Sigurðsson á Rafnseyri og 1. kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar. F. að Snæfjöllum. Lærði hjá föður sínum, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1796, stúdent 1. júní 1798, með bezta vitnisburði, var síðan hjá foreldrum sínum, vígðist 3. okt. 1802 aðstoðarprestur föður síns, fekk Rafnseyri 27. okt. 1821, lét þar af prestskap 1851, fluttist þá að Steinanesi og andaðist þar. Var prófastur í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1836–51. Hann var vel að sér og kenndi mörgum skólanám, dugnaðarmaður á sjó og landi, búhöldur góður og þó góðgerðasamur, hinn mesti fyrirmyndarmaður í prestastétt.

Kona (29. septbr. 1803): Þórdís (d. 22. júlí 1862, 90 ára) Jónsdóttir prests í Holti í Önundarfirði, Ásgeirssonar.

Börn þeirra: Jón skjalavörður og alþm., Jens rektor, Margrét átti Jón skipherra Jónsson í Steinanesi (PEÓl. Jón Sigurðsson; Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.