Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(19. maí 1864–5. febr. 1932)

Prestur.

Foreldrar: Jón Sigurðsson á Hrafnkelsstöðum og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir að Brekku í Fljótsdal, Jónssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1884, stúdent 1890, með 2. eink. (77 st.), próf úr prestaskóla 1892, með 2. einkunn betri (37 st.).

Fekk Þönglabakka 30. júní 1893, vígðist 16. júlí s.á., Lund 10. mars 1902 og hélt til æviloka.

Var vel hagmæltur (sjá Nýtt kirkjublað 1913).

Kona (6. júlí 1894): Guðrún Metta (f. 14. júlí 1875, d. 25. júlí 1940) Sveinsdóttir trésmiðs í Rv., Sveinssonar (prests á Staðastað, Níelssonar).

Börn þeirra: Sigrún, Kristjana, Sveinn Aðalsteinn stúdent, Sigursveinn, Friðjón, Ágúst magister (Skýrslur; Bjarmi, 26. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.