Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(19. apríl 1704–3. júní 1784)

Prestur.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Sigurðsson að Hofi í Öræfum og kona hans Guðný Einarsdóttir á Hnappavöllum, Jónssonar, Var í Skálholtsskóla veturinn 1722–3, en Jóni byskupi Árnasyni þókti honum ekki henta nám, einkum vegna heilsuleysis, og var hann þá tekinn í Hólaskóla 1723, stúdent 1727, vígðist 24. júní 1731 aðstoðarprestur síra Þorláks Grímssonar í Miklagarði, bjó að Hvassafelli, varð 1744 aðstoðarprestur síra Guðmundar Jónssonar í Grundarþingum, fekk Glæsibæ 1746 og hélt til æviloka. Missti allar skepnur sínar í reykjarharðindunum, og andaðist úr harðrétti, átti ekki fyrir útförinni. Í skýrslum Harboes fær hann heldur daufan vitnisburð.

Kona (6. jan. 1735): Sigríður (d. 1775) Ólafsdóttir, Gottskálkssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.