Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Jónsson
(1814 – 6. mars 1874)
, Hreppstjóri. Foreldrar: Jón Jónsson í Möðrudal á Fjöllum og kona hans Aðalbjörg Árnadóttir á Burstarfelli, Sigurðssonar. Bóndi í Möðrudal eftir foreldra sína frá 1842 til æviloka, fyrstu 8 árin móti Metúsalem bróður sínum, síðan einn, Mikill búhöldur; hafði m. a. námsskeið nokkur ár í meðferð mjólkur (skyr-, smjör- og ostagerð). Heimili þeirra hjóna var orðlagt fyrir búþrifnað, rausn og fyrirgreiðslu við ferðamenn. Kona (1837): Ástríður Vernharðsdóttir prests á Skinnastað, síðast í Reykholti, Þorkelssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Jón Pétur kennari á Oddeyri (byrjaði skólanám, en varð að hætta vegna augnveiki), Aðalbjörg fyrri kona Stefáns Einarssonar í Möðrudal, Elísabet Þorbjörg seinni kona Einars alþm. Ásmundssonar í Nesi, Andrea Jóna fyrri kona Gunnars kaupm. Einarssonar frá Nesi, Jakobína Kristjana átti Þorstein niðursuðumann Einarsson á Ak. (H.St.: Þættir úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli, Ak. 1941).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.