Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(1776–28. júlí 1862)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Vigfússon að Fossi á Síðu og kona hans Sigurlaug Sigurðardóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum. Ólst upp hjá móðurbróður sínum, síra Páli Sigurðssyni í Holti undir Eyjafjöllum, og var síðan hjá ekkju hans, Vilborgu Guðlaugsdóttur. Lærði undir skóla hjá síra Hílaríusi Illugasyni að Mosfelli, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1793, stúdent 31. maí 1798, með góðum vitnisburði, var síðan með fóstru sinni að Hellnahóli, fluttist að Varmahlíð undir Eyjafjöllum 1814 og var þar til æviloka, mun aldrei hafa sókt um prestakall.

Kona 1 (1807): Valgerður (f, um 1785, d. 26. ág. 1826) Tómasdóttir í Eyvindarholti, Magnússonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Páll alþm. í Árkvörn, Tómas í Varmahlíð, síra Jón á Breiðabólstað í Vesturhópi, Sigurlaug átti Hafliða stúdent Markússon síðast í Jaðarkoti í Flóa, Vigfús á Flókastöðum í Fljótshlíð, Ari á Auðunarstöðum.

Kona 2 (5. júní 1827): Ingveldur (d. 19. nóv. 1842, 57 ára) Jónsdóttir að Steinum, Björnssonar, ekkja síra Sæmundar Einarssonar að Útskálum; þau bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.