Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(1679–1761)

Sýslumaður.

Foreldrar: Jón yngri sýslumaður Sigurðsson í Einarsnesi og kona hans Ragnheiður Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Er talinn hafa lært innan lands og utan. Faðir hans sleppti við hann Borgarfjarðarsýslu 1704, lét hann af því starfi 1740. Hann var uppgangsmaður mikill framan af ævi og gerðist auðugur, bjó á Hvítárvöllum; þar varð hann fyrir miklu tjóni við bruna 22. jan. 1751, og eftir það hnignaði efnahag hans. Hann er talinn „mannborlegur maður, mikilmenni að kröftum og áliti og að mörgu valmenni“. Hans getur í þjóðsögum (Hvítárvallaskotta). Hann fluttist síðast til dóttur sinnar að Setbergi og andaðist þar.

Kona (1709): Ólöf (f. 1686, d. 1778) Jónsdóttir á Eyri í Seyðisfirði, Magnússonar sýslumanns á Eyri, Magnússonar, ekkja Hákonar, sonar síra Guðbrands Jónssonar að Vatnsfirði.

Börn þeirra: Síra Jón í Hvammi í Norðurárdal, Ragnheiður átti síra Runólf aðstoðarprest Runólfsson að Setbergi, Rannveig átti fyrst launbarn með Tómasi Guðmundssyni, síðar annað með Guðlaugi Sveinssyni, síðar presti að Vatnsfirði, og honum giftist hún, Þóra átti síra Vigfús Erlendsson að Setbergi, Páll stúdent, brann inni í Hvítárvallabrunanum 1751, hafði áður bjargað foreldrum sínum út úr eldinum o. fl. af heimamönnum, fór inn aftur og hugði að bjarga fleiri mönnum (7 manns brunnu þar inni), Jón varð úti á Brattabrekku 1738, var í Hólask. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.