Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(1631–20. apr. 1665)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Bergsson í Fljótshlíðarþingum og kona hans Guðrún yngri Snorradóttir lögréttumanns að Varmalæk, Ásgeirssonar. Lærði í Skálholtsskóla, mun hafa orðið stúdent 1652 (fremur en 1655), var síðan um tíma að Vatnsfirði, fekk Ögurþing 1657, vígðist 12. júlí s. á. og hélt til æviloka; var dauði hans eignaður gerningum, og urðu málaferli af. Hann hefir þýtt Physiognomia og Chiromantia eftir Rudolf Galen (víða í handritum), samið stutta ættartölubók (í Lbs.), gert viðauka við Vatnsfjarðarannál 1655–61.

Ókv. og bl. (Ann. bmf. II; Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.