Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(1618–4. mars 1677)

Lögmaður.

Foreldrar: Jón sýslumaður Sigurðsson í Einarsnesi og kona hans Ragnheiður Hannesdóttir í Snóksdal, Björnssonar. Lærði í Skálholtsskóla, var 5 ár í þjónustu Gísla byskups Oddssonar, fekk Snæfellsnessýslu og Stapaumboð 1641 og bjó að Laugarbrekku, fekk Mýrasýslu 1648 (eftir föður sinn) og fluttist að Einarsnesi, hélt og Borgarfjarðarsýslu jafnframt árin 1659–66, fekk Reynistaðarklaustur 1665 og hélt til æviloka (hafði umboðsmenn þar), varð lögmaður sunnan og austan 1663 (konungsstaðfesting "7. maí 1664) og hélt til æviloka. Hann var haldinn spekingur að viti, lítillátur, ör á fé og hélt rausn og sóma til dauðadags. Þýðing hans, „Andlegir spörunartímar“ eftir Henrik Miller, er í Lbs.

Hann var mikill vinur Brynjólfs byskups, sem sjá má af bréfabókum hans.

Kona (1645): Kristín (d. 17. apr. 1683, 72 ára) Jónsdóttir prests í Hítardal, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Jón eldri sýslumaður í Húnavatnsþingi, Jón yngri sýslumaður í Einarsnesi, Guðmundur á Álptanesi, Ragnheiður átti Sigurð lögmann Björnsson (Saga Ísl. V; JH. Bps. I; BB. Sýsl.; Safn 1; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.