Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(16. öld)

Rektor. „Norðlenzkur“. Hann mun fyrst hafa stundað nám í háskólanum í Kh. frá 1569, og er hann kom til landsins, varð hann heyrari að Hólum, síðan settur rektor þar 1573–5, fór þá aftur utan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Rostock í okt. 1575, varð rektor í Skálholti 1578 og hélt til 1582, fekk holdsveiki og bjó síðan að Hóli í Kinn, enn á lífi 1599.

Hann er talinn vel að sér í hebresku og harður kennari, var haltur frá fæðingu.

Kona: Katrín Nikulásdóttir sýslumanns að Munkaþverá, Þorsteinssonar; þau bl. Hún átti síðar Kolbein Jónsson að Lóni undir jökli (JH. Skól.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.