Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónsson

(13. okt. 1851–15. nóv. 1893)

Sýslumaður.

Foreldrar: Jón skipstjóri Jónsson í Steinanesi og kona hans Margrét Sigurðardóttir prests á Rafnseyri, Jónssonar. Ólst frá ungum aldri upp hjá móðurbróður sínum, Jóni forseta Sigurðssyni í Kh. Stúdent úr Borgaradyggðaskólanum í Kh. 1869, tók próf í lögfræði 3. júní 1875, með 2. einkunn (79 st.). Var rammur að afli og fyrst í lögregluliði Kh. og 16 hinni ísl. stjórndeild, fekk Snæfellsnessýslu og Hnappadals 12. apr. 1878 og hélt til æviloka, bjó í Stykkishólmi.

Þm. Snæf. 1886. Ritstörf: Den isl. Forfatningskamp, Kria 1873 (undir dulnefni: Grjótgarður); Bréf til Íslendinga, Kh. 1878 (undir dulnefni: Íslendingur).

Greinir eftir hann eru og í norskum blöðum og Andvara.

Kona (9. nóv. 1878): Guðlaug (d. 7. jan. 1903) Jensdóttir rektors, Sigurðssonar; þau bl. (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; KlJ. Lögfr.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.