Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jónassen

(18. júlí 1845–1894)

Stúdent.

Foreldrar: Þórður dómstjóri Jónasson og kona hans Sofía, dóttir Rasmusar verzlm. Lynges. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1858, stúdent (utanskóla) 1865, með 2. eink, (T1 st). Lagði stund á málfræði í háskólanum í Kh., en tók ekki próf, var síðan í Rv. (stundakennari í frakknesku í Reykjavíkurskóla veturinn 1877–8), fór loks til Vesturheims, mun hafa starfað eitthvað að ísl. blöðunum í Wp. og andaðist þar. Ókv. og bl. (Skýrslur; Minnr. Rvsk.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.