Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Johnsen
(23. okt. 1811–3. okt. 1870)
. Kaupmaður, Foreldrar: Jón (d. 25. júní 1852, 75 ára) Sigurðsson á Kinnarstöðum í Reykhólasveit, síðar á Hvítadal í Saurbæ, og kona hans Guðrún (d. 25. febr. 1861, 79 ára) Aradóttir á Reykhólum, Jónssonar. Fæddur á Kollabúðum. Gerðist verzlunarþjónn hjá Guðmundi Scheving í Flatey. Rak síðan eigin verzIun þar og búskap og átti þar heima til æviloka. Prúðmenni mikið og manna fríðastur, skapþýður og mildur, en heldur hæggerður og fáskiptinn. Hann tók Matthías Jochumsson, frænda sinn, ungan til búðarstarfa, og leiddi vera Matthíasar í Flatey til þess að hann komst til náms.
Kona (1850): Sigríður (d. 15. júní 1912, TT ára) Brynjólfsdóttir kaupmanns í Flatey, Benedictsen. Börn þeirra: Jófríður (d. 1897) átti Jón kaupmann Guðmundsson í Flatey, Jón (Sigurður Karl Kristján) læknir á Húsavík, Bryndís átti Geir rektor Zoéga, Guðrún átti Sigurð prófast Jensson í Flatey, Ragnheiður fyrri kona Boga kaupmanns Sigurðssonar í Búðardal (Matth. Jochumss.: Sögukaflar af sjálfum mér, Rv.1922; kirkjubækur).
. Kaupmaður, Foreldrar: Jón (d. 25. júní 1852, 75 ára) Sigurðsson á Kinnarstöðum í Reykhólasveit, síðar á Hvítadal í Saurbæ, og kona hans Guðrún (d. 25. febr. 1861, 79 ára) Aradóttir á Reykhólum, Jónssonar. Fæddur á Kollabúðum. Gerðist verzlunarþjónn hjá Guðmundi Scheving í Flatey. Rak síðan eigin verzIun þar og búskap og átti þar heima til æviloka. Prúðmenni mikið og manna fríðastur, skapþýður og mildur, en heldur hæggerður og fáskiptinn. Hann tók Matthías Jochumsson, frænda sinn, ungan til búðarstarfa, og leiddi vera Matthíasar í Flatey til þess að hann komst til náms.
Kona (1850): Sigríður (d. 15. júní 1912, TT ára) Brynjólfsdóttir kaupmanns í Flatey, Benedictsen. Börn þeirra: Jófríður (d. 1897) átti Jón kaupmann Guðmundsson í Flatey, Jón (Sigurður Karl Kristján) læknir á Húsavík, Bryndís átti Geir rektor Zoéga, Guðrún átti Sigurð prófast Jensson í Flatey, Ragnheiður fyrri kona Boga kaupmanns Sigurðssonar í Búðardal (Matth. Jochumss.: Sögukaflar af sjálfum mér, Rv.1922; kirkjubækur).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.