Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Jensson

(15. júní 1853–5. jan. 1924)

Prestur.

Foreldrar: Jens rektor Sigurðsson og kona hans Ólöf Björnsdóttir yfirkennara Gunnlaugssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1867, stúdent 1873, með 1. einkunn (87 st.), próf úr prestaskóla 1876, með 1. eink. (43 st.). Var í Kh. næsta vetur og stundaði guðfræði. Fekk Flatey 20. ág. 1880, vígðist 22. s.m., fekk þar lausn frá prestskap 31. jan. 1921, vegna heilablóðfalls. Var síðast í Rv. og andaðist þar. Prófastur í Barðastrandarsýslu, settur 1882, skipaður 1883–1902. Þm. Barðstr. 1886–1907. Amtsráðsmaður í Vesturamti 1901–", póstafgrm. 1914–21. Endurskoðunarmaður landsreikninga 1895–1902.

Ritstörf; Ræður í útfm. Jóns kaupmanns Guðmundssonar í Flatey, Rv. 1888, og Ólafs borgara Guðmundssonar í Flatey, Rv. 1891. Ritg. í Nýju kirkjubl., 11. árg.

Kona (1. ág. 1882): Guðrún (f. 20. febr. 1862, d. 19. mars 1941) Sigurðardóttir kaupmanns í Flatey, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Haraldur vélstjóri á „Gullfossi“, Jón rafvirki í Rv., Jens gasstöðvarstjóri í Tönsberg í Noregi, Jón Sigurður póstafgrm. Í Flatey, Brynjólfur gasstöðvarstjóri í Rv., Ólöf átti Ólaf skipaskoðunarstjóra Sveinsson í Rv. (BjM. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.