Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ingjaldsson

(10.apr. 1845–26. dec. 1933)

Bóndi.

Foreldrar: Ingjaldur Þorsteinsson að Balaskarði og kona hans Guðrún Runólfsdóttir (Jakobssonar handritaskrifara, Sigurðssonar). Stundaði margvísleg störf, oftast sjómennsku.

Kona (1874): Margrét Kristjánsdóttir á Enni í Refasveit, Ólafssonar, Bjuggu fyrst á Svangrund í Refasveit, að Balaskarði og víðar. Fór til Vesturheims 1887 og var þar ævilangt. Eftir hann er pr. Ævisaga hans (3 bd.), Rv. 1913–33, og kennir þar margra grasa; Gísla þáttur Brandssonar (sjá og Lögberg 18. jan. 1934; Bjarmi, 28. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.