Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ingimundarson

(um 1743–29. nóv. 1820)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ingimundur Gunnarsson í Gaulverjabæ og kona hans Margrét Jónsdóttir bryta, Bjarnasonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1757, stúdent 1763, með góðum vitnisburði, vígðist 10. júní 1767 aðstoðarprestur síra Jóns Magnússonar í Selvogsþingum, fekk það prestakall 25. apr. 1778, Arnarbæli 30. maí 1788 og hélt til æviloka. Mikils metinn maður og vel látinn, ötull búmaður og efnaður, vel gefinn og skáldmæltur (sjá Lbs.; sjá og Andlegt versasafn, Viðey 1839, 2. pr. Rv. 1854.

Kona: Jórunn (d. 13. febr. 1821) Sigurðardóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Jónssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.