Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Högnason
(1730–1800)
Prestur.
Foreldrar: Síra Högni Sigurðsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kona hans Guðríður Pálsdóttir yngsta að Sólheimum, Ámundasonar. F. að Stafafelli (skírður í júní 1730). Tekinn í Skálholtsskóla 1746, stúdent 26. maí 1751, varð s. á. djákn á Breiðabólstað, fekk Ása 8. febr. 1755 (var lagt fyrir hann að fara þangað), vígðist 4. maí s.á. Við Kötlugosið 1756 varð nálega ólíft í Skaftártungu, og fekk prestur tillag nokkurt síðar. Í Skaftáreldum 1783 flýði síra Sigurður frá Ásum og settist að á eignarjörð sinni Ytri Sólheimum, en beiddist þó ekki lausnar fyrr en 1784. Að Sólheimum var hann til æviloka. Búsýslumaður, fekk verðlaun frá konungi 10. sept. 1790 fyrir túngarðahleðslu; allvel efnum búinn.
Kona: Ólöf (d. 1784) Vigfúsdóttir lögréttumanns í Skál, Ketilssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Högni í Svaðbæli undir Eyjafjöllum, Guðríður átti Eyjólf Alexandersson að Sólheimum, Halldór (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Högni Sigurðsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kona hans Guðríður Pálsdóttir yngsta að Sólheimum, Ámundasonar. F. að Stafafelli (skírður í júní 1730). Tekinn í Skálholtsskóla 1746, stúdent 26. maí 1751, varð s. á. djákn á Breiðabólstað, fekk Ása 8. febr. 1755 (var lagt fyrir hann að fara þangað), vígðist 4. maí s.á. Við Kötlugosið 1756 varð nálega ólíft í Skaftártungu, og fekk prestur tillag nokkurt síðar. Í Skaftáreldum 1783 flýði síra Sigurður frá Ásum og settist að á eignarjörð sinni Ytri Sólheimum, en beiddist þó ekki lausnar fyrr en 1784. Að Sólheimum var hann til æviloka. Búsýslumaður, fekk verðlaun frá konungi 10. sept. 1790 fyrir túngarðahleðslu; allvel efnum búinn.
Kona: Ólöf (d. 1784) Vigfúsdóttir lögréttumanns í Skál, Ketilssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Högni í Svaðbæli undir Eyjafjöllum, Guðríður átti Eyjólf Alexandersson að Sólheimum, Halldór (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.