Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Högnason

(1684–1762)

Sýslumaður.

Foreldrar: Högni Halldórsson að Straumfirði og kona hans Randalín Halldórsdóttir prests að Staðarhrauni, Jónssonar. Hann var ekki skólagenginn, varð lögréttumaður 1709, settur sýslumaður í Mýrasýslu 1731, fekk veiting fyrir sýslunni 10. mars 1732, sagði af sér 1741, fekk 8. apr. 1760 15 rd. í eftirlaun, bjó í Hraundal, á Ökrum, Ánastöðum. Var bjargálnamaður, en veitti erfiðlega um embættisverk.

Kona 1: Guðrún Jónsdóttir prests í Hítarnesi, Jónssonar.

Börn þeirra: Sigurður á Ánastöðum, Þórarinn, Halldór drukknaði 1734, Ólafur, Sigríður átti Sigurð Þorvarðsson í Einholtum.

Kona 2: Þuríður Jónsdóttir í Hjörsey, Sigurðssonar, ekkja Gísla Þórðarsonar í Vogi; þau bl.

Kona 3: Steinunn Brandsdóttir í Rauðanesi, Þorkelssonar.,

Börn þeirra: Þorkell að Hömrum („Laga-Móri“), skýr maður, hreppstjóri og sinnti málaflutningi, Guðrún átti Helga Guðmundsson prests á Prestbakka, Jónssonar (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.