Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Högnason

(1655–1732)

Prestur,

Foreldrar: Síra Högni Guðmundsson í Einholti og kona hans Þórunn Sigurðardóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Einarssonar. Vígðist 13. maí 1677 aðstoðarprestur síra Stefáns skálds Ólafssonar í Vallanesi, fekk Einholt 1678, eftir lát föður síns, og hélt til æviloka, varð prófastur í eystra hluta Skaftafellsþings líkl. 1703, fekk lausn frá því starfi 1722.

Kona 1: Guðrún (f. um 1660) Böðvarsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Sturlusonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Högni á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Ingibjörg átti síra Þorleif Björnsson að Hofi í Álptafirði.

Kona 2: Solveig Guðmundsdóttir prests í Fljótshlíðarþingum, Guðmundssonar, ekkja Jóns Björnssonar frá Teigi, Pálssonar; þau síra Sigurður bl. (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.