Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Hákonarson

(17. og 18. öld)

Sýslumaður í Þykkvabæ.

Foreldrar: Hákon sýslumaður sst. Þorsteinsson og s. k. hans Guðrún Einarsdóttir á Hörgslandi, Stefánssonar. Fekk hálft (eða allt) Þykkvabæjarklaustur, er faðir hans sleppti því, og fekk vesturhluta Skaftafellsþings eftir 1670, lét af sýslustarfi og klausturhaldi 1681 og fór til Vestfjarða, var síðan í förum með Englendingum (víst 15 ár“), bjó síðan í Fljótshlíð og andaðist þar háaldraður. Læknir góður og vel að sér í mörgu.

Kona: Málmfríður Benediktsdóttir, Þorleifssonar; þau bl. (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.