Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Hrólfsson

(um 1572–1635)

Sýslumaður á Víðimýri.

Foreldrar: Hrólfur lögréttumaður sterki Bjarnason og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir, Torfasonar að Klofa.

Hefir fengið hálft Þingeyjarþing (um 1606) til móts við Þorberg, bróður sinn, og hélt til æviloka. Vel látinn maður.

Kona: Guðrún Sæmundsdóttir prests í Glaumbæ, Kárssonar.

Börn þeirra: Hrólfur sýslumaður á Skútustöðum, Grímur lögréttumaður í Miklagarði, Ingibjörg átti Jón Þorsteinsson, Jón lögréttumaður í Þingeyjarþingi (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.