Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Helgason

(um 1783–3. okt. 1870)

Hreppstjóri, skáld.

Foreldrar: Helgi eldri Helgason í Vogi á Mýrum og kona hans Elín Egilsdóttir frá Arnarholti. Bjó lengi á Ökrum á Mýrum, síðan á Jörfa í Hnappadalssýslu. Bjó þá 7 ár á Fitjum í Skorradal, en síðan aftur á Jörfa, var síðast hjá syni sínum að Setbergi. Vel að sér, búmaður og atorkumaður (notaði fyrstur vestur þar fiskinet og lóðir). Varð dbrm. og fekk silfurpening að verðlaunum frá búnaðarfélaginu danska. Dó að Setbergi í Eyrarsveit. Eftir hann eru pr. kvæði í Skími 1836, Sunnanpósti, Nýjum tíðindum, Snót 1865. Í Lbs. eru kvæði eftir hann (þar á meðal ævikvæði orkt 1869).

Kona 1: Guðrún Þorkelsdóttir að Stóra Kálfalæk, Brandssonar.

Sonur þeirra: Síra Helgi á Melum.

Kona 2: Ragnheiður Eggertsdóttir á Fitjum, ekkja Björns Jakobssonar; þau slitu samvistir (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.