Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Hallgrímsson

(21. ág. 1791–17. jan. 1818)

Prestur.

Foreldrar: Hallgrímur Þorláksson að Ljósavatni og kona hans Valgerður Sigurðardóttir á Þórustöðum, Guðmundssonar.

Tekinn í Bessastaðaskóla 1809, stúdent 1813, með meðalvitnisburði. Var um tíma í þjónustu Gunnlaugs sýslumanns Briems, síðan skrifari hjá Geir byskupi Vídalín. Fekk Ólafsvöllu 9. sept. 1816, vígðist 3. nóv. s.á., var þann vetur aðstoðarprestur í Görðum, en fluttist að Ólafsvöllum vorið 1817 og hélt til æviloka. Barnl. (Bessastsk.; Vitæ ord.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.